Geir gefur Grindvíkingum nýtt lag - Bærinn okkar!
„Ó Grindavík….,“ syngur Geir Ólafsson í nýju lagi sem hann tileinkar öllum Grindvíkingum. Lagið heitir Bærinn okkar og kemur út í dag.
„Mig langaði að gera eitthvað fyrir Grindvíkinga og fékk í lið með mér heimsklassa „studio“ hljóðfæraleikara frá Los Angeles til að spila undir í laginu. Þetta er hljóðfæraleikarar sem hafa komið til Íslands til að vera með mér í jólatónleikum en allur hópurinn vildi leggja sitt á vogarskálarnar og við gefum Grindvíkingum þetta lag,“ sagði Geir í stuttu spjalli við Víkurfréttir en hann syngur auðvitað í laginu en Harbey Marin Fernández er upptökustjóri . Ellefu undirleikarar leika í laginu.