Gleðilegt sumar
Gleðilegt sumar

Mannlíf

Jólaspjall: Rifist um uppvask á mávastellinu
Miðvikudagur 21. desember 2016 kl. 06:00

Jólaspjall: Rifist um uppvask á mávastellinu

Sigrún Björnsdóttir er 22 ára njarðvíkingur og vinnur í Arion banka á Keflavíkurflugvelli. Jólin eru komin hjá henni klukkan 18 á aðfangadag þegar kirkjuklukkurnar hringja. Georg Jensen jólaskrautið er í uppáhaldi og í aðalrétt á aðfangadag er hamborgarahryggur.

Jólabíómyndin sem kemur þér í skapið?
Miracle on 34th street (1947).

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Sendir þú jólakort eða hefur Facebook tekið yfir?
Ég hef aldrei sent jólakort sjálf þannig að ég myndi ekki segja að Facebook hafi tekið yfir.

Ertu vanafastur um jólin, eitthvað sem þú gerir alltaf um hátíðarnar?
Já, ég hef alltaf keypt mér jólanáttföt sem ég sef í á Þorláksmessunótt. Svo rífumst við systur um að vaska upp Mávastellið eftir matinn. En svo eru spilakvöld með fjölskyldu og vinum, jólaboðin, jólamaturinn og Nóa Siríus konfektið er allt mjög mikilvægt.

Eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið?
Ég er ein af fjórum systrum og eitt árið fengum við allar mjög fallegar gærur. Þetta var áður en gærur urðu vinsælt punt þannig okkur brá öllum mjög en gefandinn vissi greinilega í hvað stefndi í tískubylgjunni, við hlógum okkur máttlausar yfir þessu fyrst en í dag er þetta í stofunum hjá okkur öllum og við erum rosa ánægðar með þessa gjöf.

Er eitthvað eftirminnilegt í huga þér frá yngri árum þínum á jólum?
Það er efst í huga hvað það var gaman þegar við systurnar vorum allar saman að spila og kúra yfir jólaskrípóinu í jólalandinu sem mamma býr alltaf til heima.

Hvað er í matinn á aðfangadag?
Í aðalrétt verður hamborgarhryggur með öllu tilheyrandi.

Hvenær eru jólin komin fyrir þér?
Þegar kirkjuklukkurnar hringja klukkan 18 í útvarpinu á aðfangadagskvöld.

Hefur þú verið eða gætir þú hugsað þér að vera erlendis um jólin?
Já, hef verið erlendis og gæti alveg hugsað mér að gera það aftur.

Hvernig brástu við þegar þú komst að leyndarmálinu um jólasveininn?
Viðbrögðin voru ekki mikil, ég þóttist trúa lengi vel eftir að leyndarmálinu var uppljóstrað fannst það réttlátt því mamma plataði mig svo lengi.

Áttu þér uppáhalds jólaskraut?
Ég held að George Jensen skrautin sem fara á jólatré séu í uppáhaldi, finnst þau svo hátíðleg og eru ein fyrsta minning mín frá jólum en Ásta frænka, amma og afi hafa verið dugleg að gefa okkur barnabörnunum skraut og óróa.

Hvernig verð þú jóladegi?
Ég fer í jólaboð til ömmu og afa í Reykjavík og hitti þar alla föðurfjölskylduna.