SSS
SSS

Mannlíf

Óperan Skáldið og  biskupsdóttirin komin  á Spotify og geisladisk
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
sunnudaginn 16. apríl 2023 kl. 06:06

Óperan Skáldið og biskupsdóttirin komin á Spotify og geisladisk

Hin úkraínska Alexandra Chernyshova sem réðst í það stórvirki að semja óperu sem lokaverkefni í alþjóðlegu mastersnámi nokkurra listaháskóla, gaf óperuna nýverið út.

Alexandra Chernyshova er sópransöngkona, píanóleikari og tónskáld frá Úkraínu en hún hefur búið á Íslandi síðan 2003. Hún kynntist eiginmanni sínum, Jóni Hilmarssyni, á Spáni þegar hún vann þar um tíma og í dag búa þau í Reykjanesbæ. Saga hennar er athyglisverð en Víkurfréttir voru með stórt viðtal við hana árið 2020 (viðtalið er aðgengilegt neðst á síðunni).

Árið 2011 fór Alexandra í alþjóðlegt mastersnám fimm listaháskóla, m.a. Listaháskóla Íslands. Lokaverkefnið hennar var ekki af minni gerðinni, hún samdi eitt stykki óperu, Skáldið og biskupsdóttirin. Óperan var flutt nokkrum sinnum en var ekki hljóðrituð og því réðst Alexandra í það stórvirki að taka hana upp. Hún sótti um styrki og upptökur fóru fram í tveimur löndum, æskuslóðunum í Úkraínu og hér á Íslandi. „Ég ákvað að ég yrði að taka þetta upp en það er dýrt. Ég hafði áður sótt um styrki vegna ýmissa verkefna en ekki fengið en fékk styrk frá Seðlabankanum, styrk í minningu Jóhannesar Nordal og þá byrjaði boltinn að rúlla og ég gat hafist handa. Upptökur hófust í janúar í fyrra, ég vinn auðvitað mikla vinnu sjálf, bæði syng ég, tek upp, hljóðblanda og held utan um allt en mest af tónlistinni var tekin upp í óperuhúsinu í Kiev, Úkraínu. Gaman frá því að segja að hljómsveitarstjórinn, Oleksandr Gosachinskyi spurði mig hvernig ég ætlaði eiginlega að gera þetta, það væru kórar, dúettsöngvar og svo framvegis. Honum fannst flókið hvernig ég ætlaði að ná að blanda þessu öllu saman en ég var allan tímann sannfærð um að þetta væri hægt. Ég var búin að útsetja alla tónlistina fyrir sinfóníuhljómsveit og var í stöðugu sambandi við Oleksandr, upptökur gengu ótrúlega vel og hljómsveitin sem heitir Gosorchestra, spilaði tónlistina fullkomlega. Allur söngur var tekinn upp hér á Íslandi, bæði leigði ég kirkjur og tók upp sjálf en ég hafði lært upptökustórn í fjarnámi við Berklee tónlistarskólann. Söngur var líka tekinn upp í stúdíó Sýrlandi. Ég þurfti líka að taka upp kirkjuorgel hér því orgelið sem átti að nota í Kiev brann, ég hef alltaf verið hrifinn af hljómburðinum í Kópavogskirkju og fékk organistann þar, Lenka Mátéová til að spila kirkjuorgelið. Upptökum lauk í desember á síðasta ári.“

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Útgáfa

Alexandra er glöð að verkefninu er lokið en hvað tekur við? „Ég neita því ekki, þetta var mjög mikil vinna en ég var með svo mikla ástríðu fyrir verkefninu og því var þetta gaman í leiðinni.

Plötuútgáfa hefur auðvitað breyst, eldri kynslóðin kann ekki endilega að nota Spotify og því lögðu aðdáendur mínir þunga áherslu á að ég myndi líka setja tónlistina á geisladisk. Ég gaf plötuna út á Spotify 14. febrúar og lét svo gera 250 geisladiska, ég veit að fólk vill styrkja mig í minni tónlistarsköpun og er ofboðslega þakklát fyrir það.

Mig dreymir um að óperan verði verði flutt með stórri hljómsveit, kór og öllu tilheyrandi, það yrði frábært afrek. Hvað tekur við núna kemur bara í ljós. Tónlist er mín ástríða og ég hlakka til að takast á við næstu verkefni, hver sem þau munu verða. Ég hlakka til framtíðarinnar,“ sagði Alexandra.