Samkaup
Samkaup

Mannlíf

Reykjanes vaknar - ljósmyndasýning í Grindavík hluti af Safnahelgi á Suðurnesjum
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
fimmtudaginn 24. október 2024 kl. 14:26

Reykjanes vaknar - ljósmyndasýning í Grindavík hluti af Safnahelgi á Suðurnesjum

„Sýningin við Festi er þverskurður af því besta í bókinni en myndirnar eru teknar frá 2020 fram í ágúst á þessu ári,“ segir hamfaraljósmyndarinn Sigurður Ólafur Sigurðsson en hann gaf nýverið út ljósmyndabókina Reykjanes vaknar. Hann mætti í Kvikuna í Grindavík á dögunum og sagði gestum frá bókinni og sýndir myndir en Grindavík tekur þátt í Safnahelgi á Suðurnesjum sem hefst formlega föstudaginn 25. október og stendur til sunnudagsins 27. október.

Sigurður byrjaði atvinnuljósmyndaferil sinn sem auglýsingaljósmyndari en hefur verið hamfaraljósmyndari að undanförnu og unnið mikið fyrir Almannavarnir. Hann hefur verið á vaktinni nánast sleitulaust síðan jarðhræringarnar hófust árið 2020 en ýtarlegt viðtal verður tekið við Sigurð á næstunni. Áhugasamir eru hvattir til að gera sér ferð til Grindavíkur og skoða nokkrar af mögnuðum ljósmyndum sem Sigurður hefur tekið á undanförnum árum. Myndirnar eru úti, fyrir framan Festi en búið er að opna Grindavík, veitingastaðir og Hérastubbur bakari opið og ekkert því til fyrirstöðu að kíkja til Grindavíkur.

Sigurður Ólafur Sigurðsson, hamfaraljósmyndari.

Kvikan var...

... á miðvikudaginn.