SSS
SSS

Mannlíf

Þórlaug bóndi úr Grindavík slær í gegn á Youtube
Þriðjudagur 17. maí 2016 kl. 09:57

Þórlaug bóndi úr Grindavík slær í gegn á Youtube

Syngur um sauðburð og bændalífið

Nú stendur sauðburður sem hæst víða um land. Grindvíkingar eiga nokkra vaska bændur sem standa núna í ströngu. Þórlaug Guðmundsdóttir bóndi á Hópi hefur vakið gríðarlega athygli fyrir myndband þar sem hún syngur og gantast með sauðburðinn og líf bænda. Myndbandið virðist fara fyrir brjóstið á einhverjum netverjum en flestir hafa þó gaman af þessu uppátæki hjá Þórlaugu og félögum. Yfir 22 þúsund sinnum hefur verið horft á myndbandið á Youtube til þessa.

Hanna Sigurðardóttir snillingur bjó til texta og myndband. Anna Sigríður Sigurðardóttir sá um tónlist og þær Hanna og Jóhanna sáu um bakraddir.

Bílakjarninn
Bílakjarninn