Ungmenni vikunnar: Stundum smá ljóska
UNGMENNI VIKUNNAR
Nafn: Sólrún Glóð Jónsdóttir
Aldur: Sextán, er að verða sautján ára
Bekkur og skóli: Á fyrsta ári í framhaldsskóla
Áhugamál: Dans
Hvert er skemmtilegasta fagið? Akkúrat núna finnst mér stærðfræði skemmtilegasta fagið, en það breytist oft.
Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Örugglega Sara Björk, hún á eftir að ná svo langt í körfuboltanum.
Skemmtilegasta saga úr skólanum: Ég er eiginlega ekki með neina úr FS, en ég er með eina góða sögu úr grunnskóla. Við vorum í útskriftarferðalaginu og ég var nýbúin að vera þræta við einn kennarann út af einu (það er önnur saga) og svo fórum við í „paintball“ og við vorum í sitt hvoru liðinu og ég skaut hana í hausinn. Alveg óvart en fór samt að hlæja, en hún líka, þannig að hún meiddi sig ekki.
Hver er fyndnastur í skólanum? Ég hlæ eiginlega bara mest af vinkonum mínum í skólanum, svo ég segi bara allar.
Hvert er uppáhaldslagið þitt? Úff á svo mörg, erfitt að velja eitt.
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Kalkúnn og brún sósa.
Hvaða þrjá hluti myndir þú taka með þér á eyðieyju og hvers vegna? Rúmið mitt, því ég ELSKA!! að sofa. Símann minn, því ég er ALLTAF með hann hjá mér og í honum þegar ég er ekki á æfingu. Og svo bara poka fullan af mat til þess að borða.
Hver er þinn helsti kostur? Ég gefst ekki upp og ég er alltaf til staðar fyrir fólk.
Ef þú gætir valið þér einn ofurkraft til að vera með restina af ævinni, hvað myndir þú velja? Ég myndi vilja vera ósýnileg.
Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Traust.
Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla? Ég stefni á að fara beint í háskóla eftir framhaldsskóla.
Stundar þú íþróttir eða aðrar tómstundir? Ég æfi dans.
Ef þú ættir að lýsa sjálfri þér í einu orði, hvaða orð væri það? Ég get verið smá ljóska stundum ... ha ha.