Ungmenni vikunnar: Sundmaður sem elskar pasta
Nafn:
Tristan Orri Borghildarson
Aldur:
15 ára
9.bekkur, Akurskóli
Áhugamál:
Sund, vera með vinum mínum og spila tölvuleiki
Hvað er skemmtilegasta fagið í skólanum:
Íþróttir.
Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna?
Ekki hugmynd, dettur enginn í hug.
Skemmtilegasta saga úr skólanum:
Þegar einn af vinum mínum fór „belly flop“ á stéttinni í skólanum, það var rosalega fyndið.
Hver er fyndnastur í skólanum:
Pálmi.
Hvað er uppáhalds lagið þitt:
Starlight með The supermen lovers.
Hver er uppáhalds maturinn þinn:
Elska pasta, gæti borðað það í öll mál.
Hver er uppáhalds bíómyndin þín:
The Batman.
Hvaða þrjá hluti myndir þú taka með þér á eyðieyju og hvers vegna:
Biblíuna, það er svo gaman að lesa hana, mat og bláan Gatorade.
Hver er þinn helsti kostur:
Jákvæður og umhyggjusamur.
Ef þú gætir valið þér einn ofurkraft til að vera með restina af ævinni hvað myndi það vera?
Teleportation, kraft til að flytja samstundis frá einum stað til annars, held að það væri geggjað að geta gert það.
Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks:
Mér finnst best að vera í kringum fólk sem er skemmtilegt og jákvætt.
Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla:
Fara í framhaldsskóla og halda áfram að æfa sund.
Stundar þú íþróttir eða aðrar tómstundir:
Já ég æfi sund með IRB og styrktaræfingar.
Ef þú ættir að lýsa sjálfri þér í einu orði hvaða orð væri það?
Forvitinn.