Viðskipti

Búlluborgarinn á topp tíu í Evrópu
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
miðvikudaginn 15. maí 2024 kl. 10:17

Búlluborgarinn á topp tíu í Evrópu

Hamborgararnir á Hamborgarabúllu Tómasar eru þeir tíundu bestu í Evrópu að mati lesenda alþjóðlegu vefsíðunnar Big 7 Travel en síðan birti lista yfir 50 bestu borgarana í Evrópu.

Hamborgarabúlla Tómasar er á níu stöðum hér á landi, þar af ein í Reykjanesbæ. Besti borgarinn á listanum fæst á XO Grill í Vín í Austurríki og annar besti á Bunsen í Dublin á Írlandi.

Tómas Tómasson, stofnandi Búllunnar hefur verið lengi í hamborgara- og veitingabransanum en hann á margar tengingar við Suðurnesin og hann byrjaði að læra kokkinn í gömlu flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli. Hann rak Festi í Grindavík í mörg ár en félagsheimili Grindvíkinga, sem nú heyrir sögunni til var einn vinsælasti staður landsins.

Fimmtíu bestu hamborgarastaðirnir í Evrópu.