Viðskipti

Grocery Market opnar matvöruverslun í Vogum
Föstudagur 27. janúar 2023 kl. 11:08

Grocery Market opnar matvöruverslun í Vogum

Samningur um útleigu á verslunarhúsnæði í Iðndal 2 var lagður fyrir bæjarráð Sveitarfélagsins Voga á dögunum. Bæjarráð hefur staðfest fyrirliggjandi samning við við Grocery Market ehf. um leigu á verslunarrýminu.

Bæjarráð fagnar því að tekist hafi samningar við rekstraraðila um rekstur matvöruverslunar í Vogum og óskar nýjum rekstraraðilum góðs gengis, segir í gögnum bæjarráðs frá 18. janúar.