Viðreisn
Viðreisn

Viðskipti

Ný verslun A4 opnuð í Reykjanesbæ
Vilhjálmur Sturla Eiríksson, framkvæmdastjóri sölusviðs og vörustýringar A4, ásamt Tinnu Kamillu Jóhannesdóttur, verslunarstjóra A4 í Reykjanesbæ, við opnun nýju verslunarinnar.
Föstudagur 16. ágúst 2024 kl. 09:37

Ný verslun A4 opnuð í Reykjanesbæ

A4 hefur opnað nýja og glæsilega verslun í Reykjanesbæ. Verslunin er staðsett í miðbænum, við helstu verslunargötu bæjarins, Hafnargötu 27a. Nýja verslun A4 í Reykjanesbæ er sú áttunda í röðinni en utan höfuðborgarsvæðisins rekur fyrirtækið meðal annars verslanir á Akureyri, Egilsstöðum og Selfossi.

„Reykjanesbær er ört vaxandi sveitarfélag með öflugt atvinnulíf og blómlegt mannlíf, og við erum spennt fyrir því að bætast í hóp fyrirtækja í bænum,“ segir Vilhjálmur Sturla Eiríksson, framkvæmdastjóri sölusviðs og vörustýringar A4 í tilkynningu.

SSS
SSS

„Verslun okkar í Reykjanesbæ er um 250m² að stærð og voru miklar endurbætur gerðar á húsnæðinu til að gera verslunina sem glæsilegasta. Við bjóðum meðal annars upp á fjölbreytt úrval af rekstrarvörum og húsgögnum fyrir skrifstofuna, fallegar gjafavörur og vörur fyrir skapandi líf. Við fögnum opnuninni með því að bjóða viðskiptavinum okkar í Reykjanesbæ 20% afslátt af öllum vörum til 19. ágúst. Það er gott tækifæri fyrir íbúa, fyrirtæki og stofnanir á svæðinu til að kynna sér fjölbreytt vöruúrval A4 og njóta frábærs afsláttar á sama tíma.“