Viðskipti

Opnun VÍS á Suðurnesjum fagnað
Guðný Helga Herbertsdóttir, forstjóri VÍS, fagnaði frændfólki sínu þeim Guðrúnu Guðjónsdóttur og Þorsteini Árnasyni. VF/PKet
Föstudagur 28. júní 2024 kl. 08:52

Opnun VÍS á Suðurnesjum fagnað

Fjöldi manns fagnaði enduropnun þjónustuskrifstofu VÍS á Suðurnesjum en tryggingafélagið opnaði að nýju á sama stað og það var þegar skrifstofunni var lokað fyrir sjö árum síðan, að Hafnargötu 57.

Guðný Helga Herbertsdóttir, forstjóri VÍS ásamt starfsfólki nýju skrifstofunnar tók á móti fólki í opnunarteiti síðasta föstudag þar sem boðið var upp á veitingar í tilefni dagsins. „Við erum spennt að opna skrifstofu aftur á Suðurnesjum. Svæðið er í mikilli sókn og við viljum þjóna einstaklingum og fyrirtækjum eins vel og við getum,“ sagði Guðný Helga sem á ættir að rekja til Keflavíkur.

Þjónustuskrifstofan verður opin alla morgna frá kl. 9:00 til kl. 16:00 nema á föstudögum þegar lokar kl. 15:00.

Víkurfréttir litu við og smelltu nokkrum myndum á opnunardag skrifstofunnar.

Starfsfólk skrifstofunnar í Keflavík, Anna Karakulina Elenudóttir, Ester N. Halldórsdóttir og Gísli Freyr Ólafsson. Útibússtjórinn, Davíð Gunnlaugsson var ekki á staðnum.
Magnús Geir Jónsson, fyrrverandi útibússtjóri VÍS í Keflavík og núverandi starfsmaður félagsins, með tveimur viðskiptavinum félagsins, þeim Birni Marteinssyni, vörubílstjóra, og múraranum Ævari Finnsyni.
Magnús Geir gat rifjað upp gamla tíma á skrifstofu VÍS með Gróu Hávarðardóttur fyrrum starfsmanni og Guðmundi Gunnarssyni, manni hennar.