Fréttir

Austurálman stækkar flugstöðina um 30 prósent
Mánudagur 3. mars 2025 kl. 17:16

Austurálman stækkar flugstöðina um 30 prósent

Ný austurálma flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hefur verið tekin í notkun. Um er að ræða framkvæmd upp á 29,6 milljarða króna. Byggingin er um 25.000 fermetrar og stækkar flugstöðina um 30%. Hún gerir flugstöðina stærri og betri til þess að þjóna viðskiptavinum. Verkáætlun að mestu staðist þrátt fyrir áskoranir sem heimsfaraldur og stríðið í Úkraínu.

Austurálman er mikilvægur þáttur í að auka gæði flugvallarins sem styrkir Keflavíkurflugvöll sem tengistöð og gerir hann samkeppnishæfari. Hún er lykilþáttur í framtíðarþróun flugvallarins og gerir næstu áfanga í þróun flugvallarins mögulega.

Framkvæmdir hófust í byrjun sumars 2021 með skóflustungu sem var tekin 1. júní. Árið 2023 var töskusalur á jarðhæð og farangurskerfi í kjallara tekið í notkun. Töskusalurinn bætir alla farangursafhendingu til gesta flugvallarins. Nýtt veitingasvæði tekið í notkun að hluta árið 2024 og að fullu nú í ár en með því fjölgar valkostum fyrir gesti flugvallarins..

Í austurálmunni eru fjögur ný brottfararhlið með landgöngubrúm beint út í flugvél. Þá eru tvö ný brottfararhlið fyrir rútur sem flytja farþega að fjarstæðum og nýr biðsalur sem bætir aðstöðu fyrir gesti flugvallarins.

Fjögur ný flugvélastæði eru við Austurálmuna. Flughlað með eldsneytisáfyllingu er 22.600 fermetrar eða eins og rúmlega þrír fótboltavellir.

Áhersla á öryggismál á við framkvæmdina hefur skilað sér í því að engin alvarlega slys hafa orðið.

Innslag úr Suðurnesjamagasíni um nýju Austurálmuna má sjá í spilara hér að neðan.

Flugstöð - Keflavíkurflugvöllur