Brjálað veður en rólegt hjá björgunarsveitum
Það blæs hraustlega þessa stundina á Suðurnesjum. Reykjanesviti mældi sunnan 34 metra á sekúndu klukkan fimm í dag og mesta hviða var 43 m/s.
Á Keflavíkurflugvelli voru 25 m/s. á sama tíma. Mesta hviða var 32 m/s.
Á Garðskaga voru sunnan 24 m/s. klukkan fimm en 35 m/s. í mestu hviðu.
Þrátt fyrir þettan veðurham er tiltölulega rólegt hjá björgunarsveitum á Suðurnesjum og fá útköll. Engin stórvægileg útköll hafa borist síðdegis.