HSS
HSS

Fréttir

Rauð viðvörun og sunnan og suðvestan rok eða ofsaveður síðdegis
Miðvikudagur 5. febrúar 2025 kl. 14:02

Rauð viðvörun og sunnan og suðvestan rok eða ofsaveður síðdegis

Veðurstofa Íslands hefur gefið út rauða veðurviðvörun fyrir nær allt landið. Síðdegis verður sunnan og suðvestan 28-33 m/s og hviður staðbundið yfir 50 m/s við Faxaflóa. Talsverð rigning á köflum.

Foktjón mjög líklegt og það getur verið hættulegt að vera á ferð utandyra.

Vatnavextir líklegir og raskanir á samgöngum líklegar.

Ekkert ferðaveður.

Sunnan rok eða ofsaveður verður seinnipartinn í dag og á morgun, 25 – 33 m/s. Búast má við mjög hvössum vindhviðum, sérstaklega við fjöll víða 35 – 45 m/s, en staðbundið yfir 50 m/s. Veðrinu fylgir talsverð eða mikil rigning á sunnan- og vestanverðu landinu. Nánari upplýsingar má finna hér.

Urkomuspa05022025

Úrkomuspá klukkan 18:00 í dag, miðvikudaginn 5. febrúar.

Rauðar viðvaranir taka gildi frá kl. 16:00 í dag

Rauðar viðvaranir vegna vinds taka gildi frá klukkan 16:00 í dag, fyrst á suðvestanverðu landinu. Fólk er hvatt til að tryggja lausamuni og sýna aðgát. Ferðalög eru ekki ráðlögð á meðan viðvaranir eru í gildi. Foktjón mjög líklegt og það getur verið hættulegt að vera á ferð utandyra.

Raud-vidvorun05022025

Sjá viðvaranir hér

Það dregur heldur úr vindi í kvöld og nótt, fyrst suðvestantil, en veðrið skellur aftur á snemma í fyrramálið með aukinni úrkomu, en rauðar viðvaranir vegna vinds taka gildi frá kl 7. Veðrið gengur niður vestantil á landinu upp úr hádegi á morgun, en undir kvöld austast á landinu. Dregur þá einnig úr úrkomu og kólnar. Suðvestan 10 – 18 m/s annað kvöld með éljum og hita nálægt frostmarki.