Leikfélag Glanni
Leikfélag Glanni

Fréttir

Búið að rýma Bláa lónið
Þriðjudagur 1. apríl 2025 kl. 07:49

Búið að rýma Bláa lónið

Bláa Lónið í Svartsengi hefur þegar rýmt öll sín athafnarsvæði í Svartsengi vegna kvikuhlaups sem hófst fyrr í morgun. Rýmingin gekk vel og eru gestir komnir eða á leið á önnur hótel og starfsmenn til síns heima.

„Við viljum þakka gestum góðan skilning, starfsmönnum fagleg vinnubrögð og viðbragðsaðilum gott samstarf. Allar starfsstöðvar Bláa Lónsins í Svartsengi verða lokaðar fram eftir degi. Frekari upplýsingar verða veittar eftir því sem líður á daginn,“ segir í tilkynningu.

VF Krossmói
VF Krossmói