Fréttir

Byggt ofan á útbyggingar Holtaskóla
Svona verður útlit skólans með viðbyggingum.
Föstudagur 31. maí 2024 kl. 06:10

Byggt ofan á útbyggingar Holtaskóla

Reykjanesbær hefur lagt fram tillögu að deiliskipulagi fyrir lóð Holtaskóla. Skipulagssvæðið afmarkast af Skólavegi í norðri, Sunnubraut í austri, lóð Fjölbrautaskólans í suðri og grænu svæði í vestri.

Helstu breytingar eru að ein hæð verður byggð ofan á útbyggingar á suðausturhorni skólans. Byggð verður tveggja hæða bygging á milli tveggja álma í porti sem vísar í norður. Byggingarmagn er aukið. Hámarksnýtingarhlutfall eftir stækkun verður 0,42 eða um 5700 m2 með A og B rýmum.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024