Fréttir

Eldgos hafið norðan Grindavíkur
Horft til eldstöðvanna frá skrifstofubyggingu Víkurfrétta við Krossmóa í Reykjanesbæ. VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
mánudaginn 18. desember 2023 kl. 22:46

Eldgos hafið norðan Grindavíkur

Eldgos er hafið norðan við Grindavík og virðist vera nálægt Hagafelli. Samkvæmt tilkynningu frá náttúruvárvakt Veðurstofu Íslands fer þyrla Landhelgisgæslunnar fljótlega í loftið til að staðsetja nákvæmlega sprunguna en eins og meðfylgjandi ljósmynd sýnir virðist ekki vera neina smásprungu að ræða.

Fréttin verður uppfærð innan skamms.