Heklan
Heklan

Fréttir

Flóttamenn í Reykjanesbæ voru ellefu hundruð í desember
Laugardagur 24. febrúar 2024 kl. 06:00

Flóttamenn í Reykjanesbæ voru ellefu hundruð í desember

Í desember 2023 dvöldu 1.119 manns sem flóttamenn í Reykjanesbæ. Samkvæmt bestu mögulegu sviðsmynd við gerð aðgerðaáætlunar átti Reykjanesbær að fara að sjá fækkun í maí/júní 2024 en samkvæmt raunhæfustu sviðsmyndinni sem dregin var upp þá var ekki talið líklegt að það myndi nást fyrr en í október/nóvember 2024. Samkvæmt aðgerðaáætluninni stefnir Vinnumálastofnun á að fjöldinn verði um 900 umsækjendur um alþjóðlega vernd í úrræðum Vinnumálastofnunar í Reykjanesbæ á þeim tíma.

Þetta kemur fram í svari við bókun D-lista í bæjarstjórn Reykjanesbæjar frá 9. janúar 2024. Í bókuninni lýsa Sjálfstæðismenn yfir áhyggjum sínum um að markmið áætlunarinnar næðust ekki.

Samningur var gerður í október 2022 milli Reykjanesbæjar og félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins um samræmda móttöku flóttafólks en í henni átti að fækka flóttafólki úr 300 í 150 á árinu 2023. Í lok árs 2023 voru 264 einstaklingar í þjónustu í samræmdri mótttöku flóttafólks.