Golfklúbburinn vill slá fyrir fótboltann
Lagt hefur verið fram tilboð frá Golfklúbbi Grindavíkur um umhirðu knattspyrnuvalla Grindavíkurbæjar sumarið 2025. Bæjarstjórn Grindavíkur felur sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs að vinna málið áfram.
Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur skráð heimavöll fyrir Lengjudeildina í knattspyrnu karla næsta sumar á Stakkavíkurvellinum í Grindavík.