Til leigu (Skólamatur)
Til leigu (Skólamatur)

Fréttir

Handtekinn eftir hnífstunguárás á Ásbrú
Fimmtudagur 26. október 2023 kl. 06:08

Handtekinn eftir hnífstunguárás á Ásbrú

Lögreglan á Suðurnesjum naut aðstoðar sérsveitarmanna þegar tilkynnt var um hnífstunguárás í húsnæði hælisleitenda við Lindarbraut á Ásbrú í Reykjanesbæ á miðvikudagsmorgun í síðustu viku. Fjölmennt lið lögreglu var sent á vettvang ásamt sérsveitarmönnum og sjúkraflutningamönnum.

Árásarmaðurinn var yfirbugaður af lögreglu. Sá sem hafði verið stunginn var fluttur með sjúkrabíl á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem gert var að áverkum hans. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var hann ekki alvarlega slasaður.

Bjarney Annelsdóttir, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum, sagði í samtali við Víkurfréttir að það væri sérstakt verklag hjá lögreglu að njóta aðstoðar sérsveitar þegar hnífamál koma upp. Árásaraðilinn var handtekinn og yfirheyrður og málið telst vera upplýst.