Langbest - velkomin
Langbest - velkomin

Fréttir

Jóhann velti Silju úr 2. sætinu sem ætlar ekki að þiggja 3. sætið
Jóhann, Silja og Halldóra.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
sunnudaginn 20. júní 2021 kl. 18:10

Jóhann velti Silju úr 2. sætinu sem ætlar ekki að þiggja 3. sætið

Jóhann Friðrik Friðriksson, bæjarfulltrúi Framsóknar í Reykjanesbæ og framkvæmdastjóri Keilis á Ásbrú varð 2. í prófkjöri Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi sem lauk í gær. Hann velti Silju Dögg Gunnarsdóttur, þingkonu úr 2. sætinu sem hún hefur skipað en flokkurinn var með tvö þingsæti í síðustu kosningum. Silja gaf það út eftir úrslitin að hún muni ekki þiggja 3. sætið. Þau sóttust bæði eftir 2. sætinu en Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra, gaf einn kost á sér í 1. sætið. 

Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir úr Reykjanesbæ varð í 4. sæti í prófkjörinu.

Niðurstöður úr prófkjöri Framsóknar í Suðurkjördæmi

  1. Sigurður Ingi Jóhannsson, Hrunamannahreppi975 atkvæði í 1. sæti
  2. Jóhann Friðrik Friðriksson, Reykjanesbæ552 atkvæði í 1. - 2. sæti
  3. Silja Dögg Gunnarsdóttir, Reykjanesbæ589 atkvæði í 1. – 3. sæti
  4. Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Reykjanesbæ616 atkvæði í 1. – 4. sæti
  5. Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Árborg773 atkvæði í 1. – 5. sæti

3121 á kjörskrá

1165 greiddu atkvæði 37,5% kjörsókn.

Sigurður Ingi fékk samtals 95,7% gildra atkvæða. 

 Þann 26. júní verður auka Kjördæmisþing á Marriott hótel í Keflavík þar sem allur listinn verður borinn til samþykktar.