Fréttir

Kviku­gang­ur­inn á um 1 km dýpi
Mánudagur 8. mars 2021 kl. 17:35

Kviku­gang­ur­inn á um 1 km dýpi

Sterk­ari og sterk­ari merki eru um að lóðrétt­ur kviku­gang­ur sé að mynd­ast við Fagra­dals­fjall, en á sama tíma hef­ur aðeins dregið úr vaxt­ar­hraða kviku­gangs­ins. Nú er kviku­gang­ur­inn á um 1 km dýpi þar sem hann er lengst til suðvest­urs og hef­ur hann haldið áfram að grynn­ast. Þetta hefur mbl.is eftir Kristínu Jónsdóttir fagstjóra náttúruvár á Veðurstofunni.

„Meðan að kviku­gang­ur­inn er grynn­ast og það er að bæt­ast í eru enn lík­ur á gosi,“ seg­ir Krist­ín. Eins og staðan er núna er mest virkni núna í suðvest­ur enda kviku­gangs­ins. „Mestu átök­in eru syðst. Þar er þetta að grynnka og aukast,“ seg­ir Krist­ín og bæt­ir við að endi kviku­gangs­ins hafi und­an­farið færst um 1 til 1,5 km í suðvest­ur.