SSS
SSS

Fréttir

Lögreglan rak kylfinga heim úr Leirunni
Lögreglubíllinn við klúbbhúsið. Lögreglumennirnir hefðu mátt vanda sig aðeins betur þegar þeir lögðu bílnum því þetta er ekki bílastæði, heldur gönguleið til og frá golfskála.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
laugardaginn 31. október 2020 kl. 15:57

Lögreglan rak kylfinga heim úr Leirunni

Lögreglumenn á Suðurnesjum mættu á Hólmsvöll í Leiru þar sem fjöldi kylfinga var við leik í dag, laugardag og vísaði þeim heim. Samkvæmt nýjustu reglum Almannavarna væru íþróttir, bæði keppnis og æfinga, ekki heimilar til 17. nóvember.

Tveir lögreglumenn mættu út á Hólmsvöll og gengu nokkrar brautir og ræddu við fjölda kylfinga sem voru við leik. Margir voru mættir í Leiruna í haustblíðu. Nokkrir mættu á svæðið þegar lögreglan var á staðnum og voru á leið í golf en urðu frá að hverfa.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Það var ekki gott hljóð í kylfingum sem eru margir hissa á þessum reglum. Þeir megi fara út að ganga en ekki fara í golf úti á golfvelli.

Fjölmargir kylfingar voru mættir í Leiruna í haustblíðunni.