Fréttir

Meirihlutaviðræður í næturgöngu
Friðjón og Guðbrandur á leið í næturgönguna í Reykjanesbæ þar sem reyna á að mynda nýjan meirihluta með Frjálsu afli. VF-mynd: Hilmar Bragi
Sunnudagur 1. júní 2014 kl. 03:01

Meirihlutaviðræður í næturgöngu

– Friðjón og Guðbrandur til fundar við Gunnar Þórarinsson

Friðjón Einarsson frá Samfylkingu og óháðum, Guðbrandur Einarsson frá Beinni leið og Gunnar Þórarinsson frá Frjálsu afli eru nú í meirihlutaviðræðum í Reykjanesbæ. Viðræðurnar eiga sér stað í næturgöngu sem oddvitarnir tóku sér í rigningunni í Reykjanesbæ.

Víkurfréttir náðu mynd af þeim Friðjóni og Guðbrandi þegar þeir héldu til viðræðna við Gunnar. Ekki fékkst uppgefið hvar nákvæmlega þeir ætluðu að hittast, en fundurinn átti að vera hressandi ganga í rigningunni.

Samfylking og óháðir, Bein leið og Frjálst afl fengu samtals sex menn sem skiptast jafnt á milli framboðanna þriggja. Það dugar til að mynda þriggja flokka meirihluta í Reykjanesbæ.