Viðreisn
Viðreisn

Fréttir

Menning og mannlíf í Víkurfréttum vikunnar
Þriðjudagur 19. október 2021 kl. 20:44

Menning og mannlíf í Víkurfréttum vikunnar

Við skoðum áhugaverða sýningu við Reykjanesvita, Leiðarljós í lífhöfn, þar sem fjallað er um fyrsta ljósvita á Íslandi og sjóslysasögu við Reykjanesskagann.

Í blaði vikunnar er einnig fjallað um óperu um Frú Vigdísi Finnbogadóttur.

Blaðamaður hefur verið tíður gestur á æfingum fyrir Fyrsta kossinn í Frumleikhúsinu og í blaðinu eru viðtöl við fólk sem kemur að sýningunni.

Í blaðinu er rætt konur úr Grindavík sem eru höfundar Vistbókar.

Hrollvekjandi draugahús verður á vegi okkar og við sýnum ykkur myndir frá Safnahelgi á Suðurnesjum.

Íþróttaumfjöllun er á sínum stað sem og fastir liðir eins og aflafréttir og Lokaorð sem Margeir Vilhjálmsson ritar að þessu sinni.

Víkurfréttir má lesa í rafrænni útgáfu hér að neðan en prentaðri útgáfu verður dreift á miðvikudagsmorgun á alla okkar dreifingarstaði á Suðurnesjum.

Viðreisn
Viðreisn