Til leigu (Skólamatur)
Til leigu (Skólamatur)

Fréttir

Mikill sinubruni á Vatnsleysuströnd
Sinubruninn. VF-mynd: Hilmar Bragi
Þriðjudagur 11. maí 2021 kl. 14:09

Mikill sinubruni á Vatnsleysuströnd

Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja hefur verið kallað út vegna mikils sinubruna á Vatnsleysuströnd. Slökkvilið hefur verið sent frá stöðvum í Reykjanesbæ og í Vogum.

Jón Guðlaugsson, slökkviliðsstjóri, sagði eldinn loga í sinu ekki langt frá eggjabúinu á Ströndinni en þykkan hvítan reyk leggur til himins og sést m.a. vel frá Reykjanesbæ þaðan sem myndin var tekin.