Valhöll
Valhöll

Fréttir

Minniháttar sprenging á salerni í flugstöðinni
Fimmtudagur 18. júlí 2024 kl. 18:59

Minniháttar sprenging á salerni í flugstöðinni

Lögreglan á Suðurnesjum fékk klukkan 15:16 í dag fékk tilkynningu um minniháttar sprengingu sem varð á salerni í brottfararsal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Starfsmaður sem var við vinnu við salerni veitti athygli litlum hlut sem hann fjarlægði með töng en við það sprakk hluturinn.

Starfsmaðurinn hlaut minniháttar meiðsli á fingrum. Lögreglan á Suðurnesjum naut aðstoðar sprengjusveitar sérsveitar ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslunnar við að gera svæðið og önnur svæði örugg. Jafnframt kom tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og aðstoðaði við frekari vettvangsrannsókn. Frekari upplýsingar um hvað það var sem sprakk þarna liggja ekki fyrir.

Engar upplýsingar liggja fyrir um hver var þarna að verki né um tilganginn. Vettvangsvinna er enn í gangi og líkur á næsta klukkutímanum.

Bílakjarninn
Bílakjarninn