Nauðsynlegt að setja reglur um rafræna vöktun
Nauðsynlegt er að setja reglu varðandi beiðnir um uppsetningu öryggismyndavéla við stofnanir Reykjanesbæjar. Rafræn vöktun og öryggismyndavélar voru til umræðu á síðasta fundi bæjarráðs Reykjanesbæjar og Andri Örn Víðisson, deildarstjóri upplýsingatæknideildar, mætti á fundinn.
Bæjarráð ítrekar að farið sé eftir upplýsingaöryggisstefnu og persónuverndarstefnu sveitarfélagsins og að verkefni þeim tengd sé miðlað í gegnum upplýsingatæknideild sem sér um að koma þeim í réttan farveg í samvinnu við upplýsingaöryggisstjóra.