Sjálfstæðisflokkurinn
Sjálfstæðisflokkurinn

Fréttir

Njarðvíkuræðin undir hrauni
Eldgosið í nótt með Innri-Njarðvík í forgrunni. VF/Hilmar Bragi
Fimmtudagur 21. nóvember 2024 kl. 10:15

Njarðvíkuræðin undir hrauni

Hraun hefur farið yfir Njarðvíkuræð sem færir heitt vatn frá Svartsengi til Fitja þar sem HS Veitur fá heitt vatn afhent til dreifingar frá HS Orku. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Veitum.

Njarðvíkuræð fór síðast undir hraun í febrúar síðastliðin með þeim afleiðingum að Suðurnesin voru án heits vatns í nokkra daga.Talið er að lögnin sé vel varin þar sem hrauntungan fór nú yfir og til samanburðar er Grindavíkuræðin undir um kílómetra kafla af hrauni frá fyrra eldgosi og heldur sú lögn enn.

Viðreisn
Viðreisn

Heitt vatn er enn að berast um Njarðvíkuræðina og vonir standa til að svo verði áfram, það er þó ekki á vísan að róa í þeim efnum. Ef íbúar vilja undirbúa sig fyrir mögulegt þjónusturof minna HS Veitur á ábendingar sem eru aðgengilegar á heimasíðu fyrirtækisins, hsveitur.is.

Svartsengislína Landsnets sem tengist orkuverinu í Svartsengi er rofin vegna hraunflæðis. Það olli rafmagnstruflun á öllum Suðurnesjum en ætti ekki að hafa frekari áhrif á afhendingu rafmagns í Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ og Vogum en rafmagnslaust er nú í Grindavík.

Neyðarstjórn HS Veitna heldur áfram að fylgjast náið með stöðu mála, viðbragðsáætlanir eru í stöðugri endurskoðun.