Fréttir

Öflug jarðskjálftahrina við Eldey
Laugardagur 28. mars 2020 kl. 17:31

Öflug jarðskjálftahrina við Eldey

Öflug jarðskjálftahrina hefur verið í dag við Eldey og fjölmargir skjálftar stærri en M3,0 mælst. Öflugasti skjálftinn var M3,5 kl. 15:04 en alls hafa orðið sjö skjálftar sem eru M3,0 eða stærri það sem af er degi við Eldey.

Enginn gosórói er sjáanlegur á mælum og engar tilkynningar um að þeirra hafi orðið vart í byggð.

Jarðskjálftahrinur eru þekktar á svæðinu og voru svipaðar hrinur í janúar 2020 og nóvember 2019.