Palóma opnar á nýjum stað í Reykjanesbæ
Tískuvöruverslunin Palóma sem er með lögheimili sitt í Grindavík, opnar á nýjum stað í Reykjanesbæ kl. 16:00 í dag, að Heiðartröð 119. Linda Gunnardóttir hefur átt og rekið búðina undanfarin ár og ætlar að taka vel á móti gestum.
„Við opnum klukkan fjögur og ætlum að bjóða upp á léttar veitingar. Það er búið að vera mikil vinna að flytja meira og minna allt úr Grindavík en með hjálp góðra vina hefur það tekist. Mér líst vel á framhaldið, það er ekkert annað í boði en gera það besta út stöðunni. Ég mun opna búðina aftur í Grindavík en þangað til ætla ég að þjónusta viðskiptavini mína vel á Heiðartröð 119 í Reykjanesbæ,“ sagði Linda.