Sprengjuhótun í Ráðhúsi Reykjanesbæjar
Tilkynning um að búið væri að koma fyrir sprengjum í Ráðhúsi Reykjanesbæjar barst í tölvupósti í morgun. Að sögn Kjartans Más Kjartansson, bæjarstjóra komu skilaboðin á almennt netfang bæjarins og voru þau skrifuð á ensku. Var ákveðið að rýma húsið þegar í stað en um eitthundrað manns starfa þar á vegum Reykjanesbæjar. Lögreglan á Suðurnesjum hefur tekið við málinu og hefur lokað öllum aðgangi að ráðhúsinu en þar er líka bókasafn bæjarins.
Von er á sérfræðingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu með leitarhund til að fara inn í húsið. Lögreglan á Suðurnesjum er með vakt fyrir utan ráðhúsið.
Uppfært kl. 11.30.
Lögreglan á Suðurnesjum segir við visir.is að hún telji hótunina ekki trúðverðuga. Samt hafi verið ákveðið að kalla til sérsveit hennar sem leitar nú af sér allan grun með hjálp sprengjuleitarhunds.
Ertu með ábendingu eða veistu meira um málið. Sendu mynd, myndskeið eða upplýsingar á [email protected]