Þrír létust í umferðaslysi í Kúagerði

Talið er að stúlkan hafi sloppið lítið meidd en hún var flutt á Landspítala-háskólasjúkrahús til nánari skoðunar. Áreksturinn átti sér stað um klukkan 16.45 í dag þegar bílarnir tveir skullu saman með fyrrgreindum afleiðingum. Allt tiltækt lögreglulið í Keflavík, Hafnarfirði og Reykjavík auk sjúkrabifreiða og tækjabíl slökkviliðsins var
kallað á staðinn. Tildrög slyssins eru óljós.