Til leigu (Skólamatur)
Til leigu (Skólamatur)

Fréttir

Þróunarreitur í Grófinni 2 seldur fyrir 251 milljón króna
Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt tilboð í þróunarreit, byggingar- og lóðarréttindi að Grófinni 2 í Reykjanesbæ sem er merktur með gulum lit á myndinni hér að ofan.
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
föstudaginn 7. janúar 2022 kl. 06:44

Þróunarreitur í Grófinni 2 seldur fyrir 251 milljón króna

Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt tilboð í þróunarreit, byggingar- og lóðarréttindi að Grófinni 2 í Reykjanesbæ. Fyrir bæjarráði lágu tvö tilboð. Tilboð frá Reykjanes Investment ehf. upp á 251 milljón króna og tilboð frá Húsagerðinni hf.  upp á 114 milljónir króna.

„Tilboðin hafa verið yfirfarin með tilliti til þess hvernig hugmyndir falla að uppbyggingu umliggjandi svæða eins og þau koma fram í fyrirliggjandi vinnslutillögu endurskoðunar aðalskipulags Reykjanesbæjar 2020 – 2035. Þá var sérstaklega litið til þess hvaða hugmynd myndi best styðja við þá framtíðarsýn að landnotkun þróist í blandaða byggð íbúða, sérverslana, veitingastarfsemi og þjónustu sem tengist hafnarstarfsemi og ferðaþjónustu. Auk þess var litið til þess hvernig framkomnar hugmyndir kallast á við einkenni og ásýnd svæðisins í heild,“ segir í afgreiðslu bæjarráðs Reykjanesbæjar.

Bæjarráð samþykkir tilboð frá Reykjanes Investment ehf. Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra og Unnari Steini Bjarndal bæjarlögmanni er falið að ganga til kaupsamningsgerðar og er bæjarstjóra falið að undirrita kaupsamninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.