Fréttir

Varnargarðarnir rísa fyrir utan Grindavík
Teikning var varnargarðinum eins og hann mun líta út fullkláraður.
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
mánudaginn 8. janúar 2024 kl. 11:26

Varnargarðarnir rísa fyrir utan Grindavík

Umferðaröngþveiti á Stapaafleggjara

Vinna við varnargarða fyrir utan Grindavík hófst þriðjudaginn 2. janúar og strax á laugardaginn var búið að reisa garðinn frá norðaustri að Grindavíkurvegi. Umferð til Grindavíkur hefur stóraukist að undanförnu sem hefur skapað vandamál við lokunarpóst við Stapa.

Gert er ráð fyrir að vinnu við varnargarðana fyrir utan Grindavík, ljúki á næstu dögum en vel hefur gengið að reisa þá eins og sjá má á myndunum. Í fyrsta áfanga verður garðurinn helmingur af hæð efsta hluta garðsins og verður staðan endurmetin eftir því hvernig þróun jarðhræringanna verður. Hæð varnargarðsins verður mismunandi eftir staðsetningu í landinu en fullkláraður verður garðurinn um sex til tíu metrar og alls sjö kílómetrar að lengd.

Umferð til Grindavíkur hefur aukist að undanförnu sem hefur skapað vandamál við lokunarpóst á Grindavíkurveginum við Stapa. Þegar blaðamann bar að garði í morgun var búin að myndast röð bíla sem voru á leið til Grindavíkur. Allir ökumenn á leið til Grindavíkur, þurfa að gera ráð fyrir ferðum sínum en bílar á leið frá Grindavík þurfa ekki að stöðva. Á laugardag var sama staða uppi á teningnum, það er nokkuð ljóst að þetta kerfi þarf að endurskoða.

Viðreisn
Viðreisn

Jón Steinar Sæmundsson tók myndirnar sem eru merktar honum, myndin af varnargarðinum var tekin af síðu Stjórnarráðs Íslands.