Birgir Guðbergsson og starfsferillinn hjá Sameinuðu þjóðunum
Keflvíkingurinn Birgir Guðbergsson lauk nýverið þrjátíu ára starfsferli hjá Sameinuðu þjóðunum og nýtur nú eftirlaunaáranna. Hann tekur undir það að hann sé flökkukind en á þessum árum hefur hann starfað við misjafnar aðstæður á stríðshrjáðum svæðum í Austur-Evrópu og í Afríku.
Birgir settist niður með ritstjóra Víkurfrétta í gott spjall en viðtalið er í heild sinni aðgengilegt á vef Víkurfrétta, Youtube-síðu Víkurfrétta og hlaðvarpsveitunni Spotify, bæði í myndspjalli og einnig einungis í hljóði.