Íþróttir

Ástvaldur Íslandsmeistari í rennuflokki í boccia
Vilhjálmur, Helgi og Bryndís standa fyrir aftan Íslandsmeistarann Ástvald Ragnar en þau stóðu sig öll frábærlega á Íslandsmótinu í boccia um helgina.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 31. október 2024 kl. 09:07

Ástvaldur Íslandsmeistari í rennuflokki í boccia

Íslandsmóti Íþróttasambands fatlaðra í einliðaleik í boccia lauk seinnipartinn á sunnudag í Laugardalshöll eftir tveggja daga spennandi keppni. Mótið var haldið í samstarfi við Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík sem fagnar 50 ára afmæli sínu í ár en ÍFR er elsta íþróttafélag fatlaðra á Íslandi.

Nítján keppendur frá Nes tóku þátt í mótinu og fjórir þeirra náðu á pall. Ástvaldur Ragnar Bjarnason varð Íslandsmeistari í rennuflokki, Bryndís Brynjólfsdóttir tapaði naumlega úrslitaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn í fyrstu deild og hafnaði í öðru sæti, Vilhjálmur Þór Jónsson hafði sigur í annarri deild og Helgi Sæmundsson endaði í þriðja sæti í fimmtu deild.

Bílakjarninn
Bílakjarninn