Íþróttir

Deildarmeistarar Keflavíkur komnar í úrslitin
Daniela Wallen er búin að vera flott á tímabilinu. Myndir úr fyrsta leik í undanúrslitum/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
föstudaginn 14. apríl 2023 kl. 08:13

Deildarmeistarar Keflavíkur komnar í úrslitin

Keflavík er komið í úrslit Subway-deildar kvenna í körfuknattleik eftir að hafa unnið þriðja leikinn af fjórum gegn Njarðvík í gær í undanúrslitum. Íslandsmeistar Njarðvíkur ná því ekki að verja titilinn og eru úr leik en deildarmeistarar Keflavíkur munu mæta annað hvort Val eða Haukum í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn.

Það varð ljóst snemma í hvað stefndi í leik liðanna í gær en Keflavík lék mun betur og uppskar að lokum afar sanngjarnan 25 stiga sigur (44:79). Þær Daniela Wallen (19 stig) og Karina Konstantinova (13 stig) leiddu Keflavík í stigaskorun en Njarðvíkurmegin átti Isabella Ósk Sigurðardóttir stórgóðan leik með 14 stig og 14 fráköst.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Eins og fyrr segir mun Keflavík mæta annað hvort Val eða Haukum í úrslitaeinvígi en þessi lið þurfa að spila oddaleik til að knýja fram úrslit í sínu einvígi.

Karina Konstantinova gerði þrettán stig í gær.

Njarðvík - Keflavík 44:79

(16:25, 12:25, 8:14, 8:15)

Njarðvík: Isabella Ósk Sigurðardóttir 14/14 fráköst/5 stolnir, Lavinia Joao Gomes Da Silva 9/8 fráköst, Raquel De Lima Viegas Laneiro 7/8 stoðsendingar, Bríet Sif Hinriksdóttir 5, Erna Hákonardóttir 5, Kamilla Sól Viktorsdóttir 3, Sara Björk Logadóttir 1, Hulda María Agnarsdóttir 0, Kristín Björk Guðjónsdóttir 0, Dzana Crnac 0, Eva María Lúðvíksdóttir 0, Ása Böðvarsdóttir-Taylor 0.
Keflavík: Daniela Wallen Morillo 19/15 fráköst/5 stoðsendingar/7 stolnir, Karina Denislavova Konstantinova 13/6 stoðsendingar, Birna Valgerður Benónýsdóttir 10, Eygló Kristín Óskarsdóttir 6, Anna Ingunn Svansdóttir 5/4 fráköst, Ólöf Rún Óladóttir 5, Agnes María Svansdóttir 5/4 fráköst, Hjördís Lilja Traustadóttir 4, Anna Lára Vignisdóttir 4, Katla Rún Garðarsdóttir 3, Gígja Guðjónsdóttir 3, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 2.