Íþróttir

Fimm Suðurnesjastelpur að gera það gott í Evrópukeppni U-20 í körfuknattleik í Búlgaríu
Agnes María í leik með Keflavík.
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
föstudaginn 12. júlí 2024 kl. 13:37

Fimm Suðurnesjastelpur að gera það gott í Evrópukeppni U-20 í körfuknattleik í Búlgaríu

Agnes María Svansdóttir tilnefnd sem leikmaður mótsins

U-20 ára landslið kvenna í körfuknattleik hefur verið að gera það gott í B-riðli Evrópukeppninnar en mótið er haldið í Búlgaríu. Þær unnu Írland örugglega í gær og á morgun leika þær gegn Belgíu í undanúrslitum en þrjú efstu liðin komast upp í A-riðil. 

Suðurnesjaliðin eiga fimm fulltrúa, Krista Gló Magnúsdóttir og Jana Falsdóttir sem leika með Njarðvík, Anna Lára Vignisdóttir og Agnes María Svansdóttir frá Keflavík og Hekla Eik Nökkvadóttir frá Grindavík.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Agnes María er ein þeirra sem tilnefnd hefur verið sem leikmaður mótsins. 

Leikurinn á morgun á móti Belgíu hefst kl. 17:30 og er hægt að sjá hann í beinni á síðu KKÍ. Lið Belgíu er geysisterkt og hefur ekki tapað leik til þessa í mótinu.