Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fjórða tap Grindvíkinga – Víðismenn náðu einungis jafntefli
Aron Dagur Birnuson varði vítaspyrnu og átti ágætis leik en það dugði skammt. Myndir úr safni VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
miðvikudaginn 31. júlí 2024 kl. 09:29

Fjórða tap Grindvíkinga – Víðismenn náðu einungis jafntefli

Grindvíkingar töpuðu í gær fjórða leiknum í röð þegar þeir tóku á móti Aftureldingu á heimavelli í Lengjudeild karla í knattspyrnu. Grindavík hefur ekki tekist að landa sigri síðan þeir unnu Njarðvíkinga í byrjun mánaðar. Grindavík fellur niður um eitt sæti með tapinu og er nú í níunda sæti deildarinnar.

Víðismenn stigu feilspor á heimavelli í gær þegar þeir gerðu jafntefli við Vængi Júpiters í þriðju deild karla. Með jafnteflinu töpuðu Víðismenn dýrnætum stigum í toppbaráttunni en þeir jöfnuðu Árbæ að stigum og sitja í öðru sæti að stöddu máli. Árbær og Augnablik, sem situr í fjórða sæti, eiga eftir að spila í þessari umferð og geta bæði lið farið upp fyrir Víði. Þannig að Víðir gæti verið komið í fjórða sæti þegar umferðinni lýkurí kvöld.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Grindavík - Afturelding 0:3

Staðan var markalaus eftir slappan fyrri hálfleik en það dró til tíðinda í þeim seinni.

Gestirnir gerðust aðgangsharðari eftir því sem leiði á seinni hálfleik og uppskáru vítaspyrnu um miðbik hálfleiksins. Aron Dagur Birnuson, markvörður Grindvíkinga, gerði sér lítið fyrir og varði stórglæsilega út við stöng.

Afturelding lét þetta ekki slá sig út af laginu og tæpum tíu mínútum síðar tóku gestirnir forystuna (78').

Kwame Quee var ekki langt frá því að jafna leikinn fimm mínútum síðar en markvörður Aftureldingar varði frá honum. Afturelding sneri þá vörn í sókn og tvöfaldaði forystuna (84').

Grindvíkingar hreinlega gáfust upp og Afturelding skoraði þriðja sinni í uppbótartíma (90'+2).


Víðir - Vængir Júpiters 1:1

Víðismenn í harðri baráttu við Árbæinga, liðin eru jöfn að stigum en Árbær á leik til góða.

Leikurinn var ekki gamall þegar heimamenn komust yfir með marki David Toro Jimenez (4').

Rafael Máni Þrastarson jafnaði hins vegar fyrir gestina á 34. mínútu og fleiri urðu mörkin ekki.