Til leigu (Skólamatur)
Til leigu (Skólamatur)

Íþróttir

Keflavík tapaði og er í 3. neðsta sæti
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 8. ágúst 2019 kl. 22:17

Keflavík tapaði og er í 3. neðsta sæti

Keflavíkurstúlkur töpuðu fyrir Selfoss í leik liðanna í Pepsi-Max deild kvenna á Nettóvellinum í Keflavík í kvöld. Lokatölur urðu 0:2 og Keflavík vermir þriðja neðsta sæti deildarinnar.

Sophie Mc Mahon Groff gat minnkað muninn fyrir Keflavík þegar hún fór á vítapunktinn á 82. mín. en skaut i stöng. Kannski dæmigert fyrir leikinn þar sem lítið gekk upp hjá Keflavíkurstúlkum sem sóttu þó miklu meira og voru mun meira með boltann.

Selfoss er í 3. sæti eftir sigurinn og þjálfari Keflvíkurstúlkna var ekki ánægður á hliðarlínunni en þær unnu síðast í deildinni 24. júní sl.

Gunnar Jónsson, þjálfari Keflavíkur var í viðtali á fotbolti.net eftir leikinn. „Mínar stelpur voru ekki að standa sig nógu vel í dag . Þær eiga heilmikið inni og verða að fara að átta sig á og gera sér grein fyrir um hvað þetta snýst sem við erum að standa í núna . Það eru fimm leikir eftir og það verður allt upp á líf og dauða það sem eftir er.“ 

Sólborg Guðbrandsdóttir tók meðfylgjandi myndir á leiknum.