Sjálfstæðisflokkurinn
Sjálfstæðisflokkurinn

Íþróttir

Keflavík fer illa af stað í Bestu deildinni
Sindri Kristinn Ólafsson hafði í nægu að snúast á milli stanganna í gær. Ekki óskabyrjunn hjá Keflavík sem steinlá gegn Blikum. Mynd úr safni Víkurfrétta
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
miðvikudaginn 20. apríl 2022 kl. 08:56

Keflavík fer illa af stað í Bestu deildinni

Keflvíkingar hófu leik í Bestu deild karla í knattspyrnu í gær þegar þeir léku gegn Breiðabliki. Það tók Blika ekki nema rétt rúma mínútu að brjóta varnarmúra Keflavíkur og komast yfir. Áður en blásið var til hálfleiks hafði Breiðablik skorað þrívegis. Leiknum lauk með yfirburðasigri Blika, 4:1.

Keflvíkingar mættu ekki tilbúnir til leiks og því fór sem fór. Fyrri hálfleikur var einstefna að marki Keflavíkur og mátti litlu muna að fleiri mörk litu dagsins ljós. Smá lífsmark vaknaði hjá Keflavík eftir að Patrik Johannesen skoraði fyrir Keflavík (77') en þá höfðu Blikar þegar skorað fjórða mark sitt.

Í næstu umferð taka Keflvíkingar á móti Val. Leikið verður á HS Orkuvellinum næstkomandi sunnudag,

Viðreisn
Viðreisn

Tengdar fréttir