Til leigu (Skólamatur)
Til leigu (Skólamatur)

Íþróttir

Keflavík vann og Njarðvík gerði jafntefli
Innileikinn er allsráðandi hjá Keflvíkingum en hér fær Davíð Snær koss frá liðsfélaga sínum. VF-myndir/GuðmundurSigurðsson.
Sunnudagur 1. september 2019 kl. 10:13

Keflavík vann og Njarðvík gerði jafntefli

Keflvíkingar unnu góðar sigur á Þór frá Akureyri í Inkasso-deildinni á Nettó-vellinum í Keflavík í gær. Heimamenn skoruðu tvö mörk á síðustu mínútum leiksins.

Fyrra markið kom á 87. mínútu þegar Adolf Bitegeko skoraði úr víti en Anton Freyr Guðlaugsson var sparkaður niður í teignum. Hinn stórefnilegi Davíð Snær Jóhannsson bætti svo við öðru marki á 90. mínútu með góðu skoti fyrir utan teig, óverjandi fyrir markvörð Þórs og innsiglaði 2:0 sigur bítlabæjarliðsins. Leikurinn var fjörugur en Þórsarar áttu fleiri marktækifæri sem þeir nýttu ekki en heimamenn voru líka hættulegir.

Með sigrinum færast Keflvíkingar nær toppliðunum og útiloka ekki að ná 2. sæti deildarinnar þó það kunni að vera langsótt.

Nágrannarnir úr Njarðvík heimsóttu Aftureldingu í Mosfellsbæ í fallbaráttuleik og náðu öðru stiginu í 2:2 jafntefli. Ivan Prskalo og Stefán Birgir Jóhannesson skoruðu mörk Njarðvíkur sem komust í forystu 1:2. Afturelding jafnaði á 59. mínútu.

Þeir eru með 15 stig í neðsta sæti en næstu tvö lið fyrir ofan, Magni og Haukar eru með einu stigi meira og því getur allt gerst ennþá.

Davíð Snær Jóhannsson skoraði glæsilegt mark fyrir utan teig...

sem markvörður Þórs réði ekki við.

Adolf Bitegeko skoraði úr víti en Anton Freyr Guðlaugsson var sparkaður niður í teignum.