Íþróttir

Njarðvík áfram í deild þeirra bestu - úrslitakeppnin að hefjast
Njarðvíkingar þökkuðu stuðningsmönnum sínum sem standa alltaf þétt að baki liðinu sem spilar ekki í úrslitakeppninni í fyrsta skipti í sögunni. VF-mynd/hilmarbragi.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
mánudaginn 10. maí 2021 kl. 21:44

Njarðvík áfram í deild þeirra bestu - úrslitakeppnin að hefjast

Njarðvíkingar unnu þriðja leikinn í röð á lokakafla Domino’s deildarinnar í körfu og björguðu sér frá falli eftir sigur á Þór Þorlákshöfn í kvöld. Keflvíkingar unnu Hött sem féllu og Grindvíkingar töpuðu fyrir KR og enduðu í 6. sæti deildarinnar. Úrslitakeppnin hefst eftir nokkra daga.

Með góðum lokakafla voru Njarðvíkingar þegar uppi var staðið nálægt því að komast í úrslitakeppnina og hefðu þá mætt nágrönnum sínum úr Keflavík en slæmur kafli þar sem liðið tapaði níu af tíu leikjum var dýr. Sigur gegn Þór í lokaumferðinni var þó gríðarlega mikilvægur. Hefði Njarðvík tapað fyrir Þór og Höttur unnið Keflavík hefði Njarðvík fallið í fyrsta sinn.

Keflvíkingar voru yfirburðalið í deilidnni í vetur og mæta Tindastóli í 8 liða úrslitum. Grindvíkingar mæta Stjörnunni.

Úrslit kvöldsins hjá Suðurnesjaliðunum:

Höttur-Keflavík 62-74

Njarðvík-Þór Þ. 88-73

Valur-Grindavík 91-76.

Úrslitakeppnin 8 liða:

(1) Keflavík-Tindastóll (8)

(2) Þór Þ.- Þór Ak. (7)

(3) Stjarnan-Grindavík (6)

(4) Valur-KR (5)