Til leigu (Skólamatur)
Til leigu (Skólamatur)

Íþróttir

Njarðvík tapaði fyrir FH og er úr leik
Bergþór Ingi Smárason kom Njarðvík yfir gegn úrvalsdeildarliði FH. Mynd úr safni Víkurfrétta
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 24. júní 2021 kl. 13:10

Njarðvík tapaði fyrir FH og er úr leik

Njarðvíkingar léku gegn FH í gær í Mjólkurbikar karla í knattspyrnu og biðu þeir grænklæddu á endanum ósigur þrátt fyrir að hafa verið betri aðilinn í byrjun.

Njarðvíkingar hófu leikinn af krafti og áttu þrjá dauðasénsa til að komast yfir í fyrri hálfleik. Það tókst í fjórða færinu þegar Bergþór Ingi Smárason stakk sér inn fyrir vörn FH, fékk góða sendingu og afgreiddi boltann örugglega í markið (25'). Annarrar deildarlið Njarðvíkur komið yfir gegn úrvalsdeildarliði FH.

FHingar svöruðu með marki skömmu síðar (36') og rétt áður en hálfleikurinn var liðinn höfðu þeir komist yfir (43') og leiddu 2:1 í hálfleik.

Seinni hálfleikur var frekar bragðdaufur og FHingar stjórnuðu honum, þeir skoruðu tvö mörk til viðbótar (89' og 90') og Njarðvik er því úr leik í bikarkeppninni þetta árið.