Njarðvíkingar lögðu Íslands- og bikarmeistara Keflavíkur öðru sinni
Njarðvík reyndist sterkari í viðureign gegn grönnum sínum í Keflavík þegar liðin áttust við í Bónusdeild kvenna í körfuknattleik í gær. Eftir kaflaskiptan fyrri hálfleik reyndust þær grænklæddu sterkari í þeim seinni og unnu að lokum tíu stiga sigur (98:88).
Þetta var annar sigur Njarðvíkurkvenna á Keflavík á stuttum tíma en þær slógu Keflavík út úr bikarnum fyrr í þessum mánuði.
Njarðvík - Keflavík 98:88
(25:17, 17:26, 28:22, 28:23)
Njarðvík náði átta stiga forystu í fyrri hálfleik (25:17) en Keflvíkingar bitu frá sér í öðrum leikhluta og fóru inn í hálfleikinn með eins stigs forystu (42:43).
Heimakonur í Njarðvík sigu fram úr í þriðja leikhluta (70:65) en góð rispa Keflvíkinga í fjórða leikhluta minnkaði muninn í eitt stig (78:77).
Bo Guttormsdóttir-Frost jók muninn í fjögur stig með góðum þristi (81:77) og Njarðvíkingar sigldu svo sigrinum í höfn.
Njarðvík er í efsta sæti sem stendur en Haukar eiga leik gegn Aþenu til góða.
Njarðvík: Brittany Dinkins 41/7 fráköst/5 stoðsendingar, Bo Guttormsdóttir-Frost 18, Ena Viso 15/7 fráköst/7 stoðsendingar, Hulda María Agnarsdóttir 11/4 fráköst, Emilie Sofie Hesseldal 6/18 fráköst/7 stoðsendingar/5 stolnir, Lára Ösp Ásgeirsdóttir 5, Sara Björk Logadóttir 2, Veiga Dís Halldórsdóttir 0, Ásta María Arnardóttir 0, Kristín Björk Guðjónsdóttir 0, Krista Gló Magnúsdóttir 0, Anna Lilja Ásgeirsdóttir 0.
Keflavík: Jasmine Dickey 38/11 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 20/4 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 10/7 fráköst, Anna Ingunn Svansdóttir 9/5 fráköst/5 stoðsendingar, Agnes María Svansdóttir 5, Bríet Sif Hinriksdóttir 3, Anna Lára Vignisdóttir 3/5 fráköst, Ásthildur Eva H. Olsen 0, Anna Þrúður Auðunsdóttir 0, Hanna Gróa Halldórsdóttir 0, Ásdís Elva Jónsdóttir 0, Eva Kristín Karlsdóttir 0.