Rashad Whack á heimleið
Bandaríski leikmaðurinn Rashad Whack er á heimleið frá Grindavík og mun ekki leika meira með liðinu í Domino´s deild karla í körfu. Þetta staðfestir Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, við Víkurfréttir. Jóhann segir jafnframt að Whack hafi ekki passað inn í hópinn og frammistaða hans eftir því.
Grindavík er sem stendur í áttunda sæti deildarinnar og hefur liðið leikið undir væntingum í vetur en þeim var spáð ofarlega í deildinni í spám leikmanna og þjálfara í haust.
Grindavík leikur gegn Þór Akureyri nk. fimmtudag mun Whack ekki leika með liðinu gegn Þór. Hann skoraði 22,8 stig, tók 4,5 fráköst og gaf 2,6 stoðsendingar að meðaltali í leik með liði Grindavíkur og þótti ekki standa undir væntingum.