Optical Studio
Optical Studio

Íþróttir

Vogamenn unnu Víkinga og Víðismenn skoruðu mörkin í Árbæ
Jóhann Þór Arnarsson skoraði þriðja og síðasta mark Þróttar. Hann er meðal efstu markaskorara deildarinnar. Mynd úr leik Þróttar og Völsungs/Helgi Þór Gunnarsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
laugardaginn 27. júlí 2024 kl. 11:04

Vogamenn unnu Víkinga og Víðismenn skoruðu mörkin í Árbæ

Þróttur Vogum tók á móti Víkingi Ólafsvík í gær í annarri deild karla í knattspyrnu. Víkingar eru næstefsta lið deildarinnar en með sigrinum fara Þróttarar í fjórða sæti og upp fyrir Völsung á markamun. Reynismenn leika gegn Völsungi á Húsavík í dag og þurfa á stigunum að halda því þeir eru í neðsta sæti deildarinnar.

Víðismenn, sem eru í harðri baráttu um efstu sæti þriðju deildar, unnu Elliða á útivelli og eru í þriðja sæti deildarinnar.

Optical Studio
Optical Studio

Þróttur - Víkungur Ó. 3:2

Þróttarar fengu draumabyrjun þegar Eiður Jack Erlingsson skoraði fyrsta mark leiksins á þriðju mínútu.

Hálftíma síðar skoraði Gary John Martin (33') fyrir Víking og staðan jöfn í hálfleik.

Hreinn Ingi Örnólfsson kom Þrótti yfir öðru sinni á 74. mínútu og Jóhann Þór Arnarsson bætti við þriðja marki heimamanna fjórum mínútum síðoar (78').

Gestirnir náðu að minnka muninn á fjórðu mínútu uppbótartíma en Þróttur stóð uppi með þrjú stig.


Elliði - Víðir 1:2

Cameron Michael Briggs hleypti spennu í leikinn á lokamínútunum. Mynd úr safni VF/JPK

Bessi Jóhannsson kom Víði yfir snemma í leiknum (4') og Markús Már Jónsson tvöfaldaði forystuna á 37. mínútu.

Fjórum mínútum fyrir leikslok (86') skoraði Víðismaðurinn Cameron Michael Briggs þriðja mark leiksins en í eigið mark og minnkaði muninn í eitt mark.

Það kom þó ekki að sök og Víðir vann leikinn með tveimur mörkum gegn einu.

Víðir er í þriðja sæti þriðju deildar með 28 stig, einu stigi á eftir Árbæingum.