Mannlíf

„Maður veit aldrei hvað fólk er að ganga í gegnum“
Thelma Hrund Hermannsdóttir
Thelma Hrund Hermannsdóttir skrifar
föstudaginn 25. febrúar 2022 kl. 07:45

„Maður veit aldrei hvað fólk er að ganga í gegnum“

Hermann Borgar Jaobsson er sextán ára og er í Akurskóla. Hann æfir körfubolta og er varaformaður ungmennaráðs Reykjanesbæjar. Hermann hefur gaman af pólitík og langar að verða lögfræðingur í framtíðinni.

Í hvaða bekk ertu?
Ég er í 10. bekk.

Í hvaða skóla ertu?
í Akurskóla.

Hvað gerir þú utan skóla?
Ég æfi körfubolta með Njarðvík, ég sinni einnig mikið af félagsstörfum þar sem ég formaður í nemendaráði Akurskóla og varaformaður í ungmennaráði Reykjanesbæjar.

Hvert er skemmtilegasta fagið?
Ætli það sé ekki stærðfræði eða íslenska.

Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna?
Get ekki valið einhvern einn en ég hef mikla trú á öllum sem stefna að því.

Skemmtilegasta saga úr skólanum?
Þegar það byrjaði einhver ofn að leka í myndlist og lak út um allt. Slökkviliðið þurfti að koma og læti.  Þetta var mjög spennandi í 2. bekk.

Hver er fyndnastur í skólanum?
Verð að segja Benjamín Leó bekkjarfélagi minn, hef mjög gaman af honum.

Hver eru áhugamálin þín?
Það er körfubolti og félagsstörf. Jú, ég má nú ekki ljúga en ég hef líka mjög gaman af pólitík.

Hvað hræðistu mest?
Er hræddur við RISAklettinn á Flúðum.

Hvert er uppáhaldslagið þitt? Ég dýrka Yfir borgina með Valdimar og Þegar tíminn er liðinn með Bubba Morthens.

Hver er þinn helsti kostur?
Ég hef alltaf haft það að mínu markmiði að vera góður við fólkið í kringum mig því maður veit aldrei hvað fólk er að ganga í gegnum. Svo geng ég líka í hlutina þegar þess þarf.

Hver er þinn helsti galli?
Get verið svolítið stríðinn og þrjóskur.

Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum? TikTok og Spotify.

Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Traust og heiðarleiki.

Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla? Ætla að fara í Fjölbrautaskóla Suðurnesja og svo langar mig að verða lögfræðingur þegar ég verð eldri.

Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það? Áreiðanlegur.