Mannlíf

Bæjarstjórinn fór í „vinabæjarheimsókn“ í kofabyggðina
Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
fimmtudaginn 15. ágúst 2019 kl. 09:38

Bæjarstjórinn fór í „vinabæjarheimsókn“ í kofabyggðina

Skátafélagið Heiðabúar í Reykjanesbæ bauð börnunum sem hafa verið svo dugleg að byggja kofa í sumar til grillveislu ásamt foreldrum og aðstandendum þeirra miðvikudaginn 14. ágúst.

Íbúar Kofabyggðar tóku vel á móti Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra Reykjanesbæjar sem kom og kynnti sér hallir og hýbýli sem krakkarnir hafa hannað og byggt frá grunni á síðustu vikum. Mjög góð þátttaka var í gerð kofabyggðarinnar.

Reykjanesbær hefur stutt dyggilega við starfið sem og Mennta- og menningarmálaráðuneyti Lilju Alfreðsdóttur.

Haukur Hilmarsson félagsforingi hjá skátunum nýtti tækifærið til að koma á vinabæjarsambandi á milli Reykjanesbæjar og Kofabyggðar og handsalaði það með bæjarstjóra Reykjanesbæjar í lokahófi kofabyggðar 2019.